Vision Air
VisionAir lofthreinsitækin eru fáanleg í nokkrum útfærslum eftir því hvaða tegund loftmengunar þú vilt hreinsa eða fjarlægja. Fjölsíukerfið er mjög árangursrík aðferð til að fjarlægja, meðal annarra, tóbaksreyk, óþægilega lykt, ryk, frjókorn, veirur, sveppi og gerla úr loftinu. Plymovent bíður upp á 5 síu tegundir; Dental, MediaMax, ElectroMax, EnzyMax og CarbonMax auk UV ljóstækni sem dauðhreinsar loftið. Láttu okkur leiðbeina þér um val á réttum búnaði sem hreinsar loftið í þínu fyrirtæki. Með því að setja “FreeBreeze” ilm bikara í tækið, ilmar hreinsaða loftið ferskum blæ eftir þínum óskum. “FreeBreeze” ilm bikararnir eru fáanlegir í nokkrum ilmtegundum.
VisionAir er fáanlegt í tveimur stærðum, sem hægt er að festa neðan á loft eða fella inní loft. VisionAir ¹ er einnig hægt að fá á veggfestingu eða á hjólastand, VisionAir ² hefur tvöfalda vinnslugeta á við VisionAir ¹ og er tvöfalt stærri. Með snilldarlegri og tímalausri hönnun tekst að fella tækið inn í nánast hvaða umhverfi sem er. Tækin eru notendavæn og mjög lágvær og valda því ekki óþægindum.