Tannlæknastofur
Loftið í tannlæknastofum er meira mengað en fólki grunar : kvikasilfur, málmsvifryk, postulínsryk, leir-agnir, sótthreinsiefni og einliða agnir. Einnig finnast bakteríur og veirur sem berast um loftið frá andar- drætti sjúklinga. Þegar unnið er með amalgam eða amalgam fjarlægt, myndast mikið magn af kvikasilfursgufum í loftinu.
Óháðar vísindalegar rannsóknir hafa sýnt beina tengingu á milli svifryks og notkunar hættulegra kemískra efna í tannlækningum og atvinnusjúkdóma tannlækna á borð við lungna- og húðsjúkdóma. Þessir sjúkdómar geta verið krónískir, og koma oftast fram sem ofnæmi eða útbrot á húð eða sem röskun á lungnastarfsemi. Örsmátt ósýnilegt ryk og mengandi efni smjúga djúpt inn í lungnavefina og festist þar, þetta hefur valdið alvarlegum og varanlegum skaða. Loftræstun er ekki fullnægjandi lausn, heldur þarf að vera til staðar lofthreinsun. Þar kemur VisionAir Dental frá Plymovent með virkar lausnir sem stuðla umtalsvert að heilbrigðara vinnuumhverfi.
Dental sía Hvernig virkar hún?
VisionAir Dental, hreinsar loftmengun í þremur áföngum og tryggir hagkvæmustu gildi andrúmsloftsins. Forsía og rafstöðusía grípa stærstu agnirnar og útrýma smærra ryki og öllum tegundum örvera með skilvirkum hætti eða næstum 100% (99,997%).
Kvikasilfursía dregur ekki aðeins úr styrk kvikasilfurs og annarra eiturefna úr andrúmslofti, einnig eyðir sían allri óþægilegri lykt.
Framsýnir tannlæknar bæta oftast við UV ljósabúnaði (SterilAir), sem eyðir örverum eins og bakteríum, veirum og sveppum.
Veldu lausn sem hentar þínu svæði:
VisionAir Dental fyrir allt að 600m3 rými
Grace Dental fyrir allt að 100m3 rými